May 22, 2024
Gestur vikunnar í Seinni níu er enginn annar en Eyjapeyjinn Þorsteinn Hallgrímsson. Steini varð Norðurlandameistari árið 1992 og svo Íslandsmeistari árið 1993. Vinnuslys gerði svo út um atvinnumannaferil og tilraunir með hestasterasprautur dugðu ekki til.
Þorsteinn er íslenskum golfáhugamönnum að góðu kunnur enda hefur hann helgað lífi sínu golfi undanfarna áratugi sem keppniskylfingur, eigandi á golfverslun, golflýsandi og fararstjóri.
Nú glímir Steini við nýtt verkefni en hann er að jafna sig eftir að hafa veikst alvarlega af Covid fyrir nokkrum árum og ætlar sér aftur út á golfvöllinn.
Einnig förum við aðeins yfir PGA Meistaramótið og auðvitað er Powerrank á sínum stað!
Unbroken - ECCO - Lindin