Seinni níu

#9 - Kormákur fullnýtti golftrygginguna

May 28, 2024

Kormákur Geirharðsson, vertinn á Ölstofunni, tónlistamaður og fatabúðareigandi, er gestur Seinni níu þessa vikuna. Kormákur er fínasti kylfingur með um 15 í forgjöf en forgjöfin var talsvert lægri á árum áður.

Kormákur fékk ungur mikla golfdellu og vann nokkur sumar sem golfvallastarfsmaður á Grafarholtsvelli.

Í spjalli sínu við Jón & Loga segir Kormákur meðal annars frá því þegar hann fór holu í höggi í Kúala Lúmpur en var svo heppinn að geta fullnýtt golftryggingu á barnum að leik loknum.

Í þættinum kemur Coca-Cola endurunninn fatnaður meðal annars við sögu, pönk & golf, og erfiðleikar á púttflötinni.

Þátturinn er í boði:

Ecco - Eagle Golfferðir - Unbroken - Lindin - Ölgerðin

Podparadise.com neither hosts nor alters podcast files. All content © its respective owners.