Seinni níu

#16 - Golfsálfræði með Hafrúnu Kristjáns

July 15, 2024

Gestur vikunnar hjá okkur í Seinni níu er Dr. Hafrún Kristjánsdóttir sem er prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hafrún hefur starfað sem íþróttasálfræðingur um árabil og er á leið á sína fjórðu ólympíuleika þar sem hún aðstoðar okkar fremsta íþróttafólk.

Hafrún er kylfingur með um 20 í forgjöf en var áður landsliðskona í handbolta. Hún viðurkennir að kasta stundum kylfum í bræðiskasti.

Í þættinum ræðir hún við okkur um golfið og golfsálfræði. Einnig segir hún okkur frá íslenskri sálfræðirannsókn sem HR og GSÍ ætla að ráðast í.

Þátturinn er í boði:

ECCO - Unbroken - Eagle Golfferðir - Lindin

Podparadise.com neither hosts nor alters podcast files. All content © its respective owners.