July 31, 2024
Hlaðvarpskóngur Íslands, Hjörvar Hafliðason, mætti til okkar í Seinni níu og ræddi um golf. Þrátt fyrir frekar stuttan golfferil þá hefur Hjörvar leikið golf víða um heim og vill helst spila golf í og við Sóvetríkin sálugu. Hann hefur t.d. farið í golfferð til Litháen og er á leiðinni til Eistlands.
Við fórum yfir golfferilinn hjá Hjörvari, hvaða kylfur hann notar og hvern hann styður í atvinnumannagolfinu.
Líflegt og skemmtilegt spjall eins og við er að búast þegar Hjörvar er annars vegar.
ECCO - Unbroken - Lindin - Eagle Golfferðir